Aðgerðir á sjó samhæfðar

Norður-Víkingur 2024 stendur yfir

  • 1-Nordur-Vikingur12631

29.8.2024 Kl: 7:50

Áhöfnin á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og liðsmenn bandaríska sjóhersins hafa í vikunni æft aðgerðir á sjó, þar á meðal uppgöngu í skip og eftirför, sem er liður í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst í vikunni. 


Sveitirnar æfðu meðal annars með áhöfn flutningaskips á Faxaflóa í gær þar sem farið var um borð í skipið. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kom einnig að æfingunni sem heppnaðist vel. Mikil áhersla er lögð á samhæfingu sveita og búnaðar í æfingu sem þessari þannig að bandalagsþjóðir geti unnið skipulega að samræmdum markmiðum.

 
Norður Víkingur er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti. Meginþungi æfingarinnar fer fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en æfingin fer einnig fram á sjó. 

Gert ráð fyrir að varðskip Landhelgisgæslunnar verði við áframhaldandi æfingar í Faxaflóa næstu daga.


Alls taka um 1.200 manns þátt í æfingunni, þar af um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum og öðrum stofnunum.


Ljósmyndir: Anton Brink


1-1-Nordur-Vikingur12684Mikil áhersla er lögð á samhæfingu sveita. 
IMG_5334Þyrla Landhelgisgæslunnar og flutningaskipið. 
1-Nordur-Vikingur12658Æfingin heppnaðist vel. 
1-Nordur-Vikingur12631Áhöfnin á varðskipinu Þór tók þátt ásamt áhöfn flutningaskipsins.