Aðstoðar-yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í heimsókn

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í vikunni á móti James Everard, aðstoðar-yfirmanni sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins.

  • Georg-Kr.-Larusson-forstjori-Landhelgisgaeslunnar-tok-a-moti-James-Everard

29.11.2019 Kl: 12:50

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í vikunni á móti James Everard, aðstoðar-yfirmanni sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins. Everard fékk kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli auk þess sem hann heilsaði upp á liðsmenn konunglega breska flughersins sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu. 

Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs, Marvin Ingólfsson aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs og Ólöf Kristjánsdóttir, starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins voru með í för ásamt liðsmönnum breska flughersins