Áhöfn varðskipsins Týs æfði reykköfun og slökkvistörf um borð í Stefni ÍS-28
Varðskipið Týr kom á dögunum til hafnar á Ísafirði vegna verkefna á Straumnesfjalli. Áhöfn varðskipsins notaði tækifærið til æfinga um borð í togaranum Stefni ÍS-28 en skipstjóri togarans veitti varðskipsmönnum góðfúslegt leyfi til þess. Ákveðið var að æfa reykköfun og slökkvistörf um borð í skipinu.
Farið var með búnað og mannskap um borð í togarann og líkt eftir raunverulegu óhappi. Búnaðurinn var fluttur á milli með bátum og farið um borð á síðu skipsins. Stjórnandi og reykköfunarteymið fóru um borð og leituðu að týndum „manni“ í fyrir fram ákveðnu rými í skipinu auk þess sem dælubúnaði til slökkvistarfa var komið fyrir.
Áhöfn togarans tók einnig þátt í æfingunni og veitt upplýsingar um skipið og svæðin sem fara þurfti um. Reykkafara fundu hinn „týnda“ fljótt og hann fluttur til aðhlynningar.
Æfingin tókst afar vel og er nauðsynleg svo unnt sé að bregðast við óvæntum atburðum um borð í skipum.
Samstarf varðskipsmanna og áhafnar togarans gekk vel á æfingunni.
Æfingar sem þessar eru mikilvægar svo áhafnir varðskipanna geti alltaf verið til taks þegar eldur kemur upp um borð í skipum.
Varðskipsmenn koma búnaði fyrir um borð í togaranum.
Áhöfnin á Tý að störfum á þilfari Stefnis ÍS-28.
Sjúkrabörum var komið yfir í Stefni þar sem hinum
„slasaða“ var komið fyrir.
Mjög mikilvægt er að áhafnir varðskipanna æfi reykköfun reglulega.
Áhöfn togarans tók einnig þátt í æfingunni og veitt upplýsingar um skipið og svæðin sem fara þurfti um.
Áhöfnin á varðskipinu Tý.
Búnaður var fluttur á milli með bátum og farið um borð á síðu skipsins.
Varðskipið Týr.