Æfingin Dynamic Mercy heppnaðist vel

Áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tóku meðal annars þátt.

  • IMG_6233

20.4.2022 Kl: 16:22

Landhelgisgæslan tók í vikunni þátt í alþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni Dynamic Mercy, sem til margra ára hefur farið fram með þátttöku stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, ISAVIA og annarra björgunarmiðstöðva við Norður-Atlantshafið. Æfingin er árleg og á sér yfir fjörutíu ára sögu. Varðskipið Þór tók þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar ásamt starfsmönnum í stjórnstöð Gæslunnar í Skógarhlíð. Þá tóku færeysku varðskipin Brimill og Tjaldrið sömuleiðis þátt.IMG_6231
Tilgangur æfingarinnar er að samhæfa viðbragð starfsmanna björgunarmiðstöðvanna og áhafna varðskipanna. Mikilvægt er að þessir aðilar vinni vel saman og vinnubrögð þeirra séu fumlaus, hvort sem um er að ræða samstarfsmenn innan sömu starfsstöðvar eða í öðru landi.
IMG20220419153114Í ár voru æfð viðbrögð við flugatviki þar sem tveggja hreyfla flugvél með sjö innanborðs á leið frá Vogum í Færeyjum, áleiðis til Íslands, lenti í vandræðum og brotlenti í sjó milli Íslands og Færeyja. Í byrjun var ekki vitað um afdrif áhafnar og farþega. Við skipulag leitaraðgerða var í upphafi gert ráð fyrir áhöfn og farþegar vélarinnar hefðu komist um borð í björgunarbát og hlutverk varðskipanna var að leita að þeim innan íslensku efnahagslögsögunnar.
IMG20220419153048Þegar eitt varðskipið fann farþega (dúkku) á floti inn á leitarsvæðinu breyttust forsendur aðgerða og varð að endurskipuleggja þær. Það eru einmitt slík tilvik sem geta átt sér stað í raunveruleikanum og þurfa skipuleggjendur og aðrir þáttakendur að vera tilbúnir að taka tillit til þess á sem stystum tíma.
IMG_6236Aðstæður sem þessar kalla á tafarlaus viðbrögð varðstjóra í stjórnstöð LHG, varðstjóra í flugstjórnamiðstöð ISAVIA, sem og varðstjóra í sjóbjörgunarmiðstöðinni í Færeyjum (MRCC-Torshavn).
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, stýrði aðgerðum fyrir hönd Íslands og í meðfylgjandi myndbandi útskýrir hann tilgang æfingarinnar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Frá varðskipinu Þór