Æft í Ísafjarðardjúpi

Áhafnir Þórs og Gróar héldu sameiginlega æfingu.

  • Image-17.png-2

27.7.2019 Kl: 9:15

Reglulega eru haldnar sameiginlegar æfingar með varðskips- og þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar. Slík æfing var haldin í Ísafjarðardjúpi síðdegis í gær en þar var varðskipið Þór á siglingu. TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var flogið vestur til móts við varðskipið. Að þessu sinni voru tveir sigmenn í áhöfn þyrlunnar sem hífðu hvor tvo menn úr sjó auk þess sem þeir hífðu brúður úr björgunarbát. Þá voru einnig æfðar hífingar frá varðskipinu sjálfu en æfing sem þessi gengur einmitt undir nafninu; Skip-bátur-sjór.
Allt gekk afar vel en þetta var í fyrsta sinn sem þyrlan Gró er notuð við æfingu af þessu tagi með varðskipinu Þór eftir að hún kom í þjónustu Landhelgisgæslunnar. Meðfylgjandi myndir tók Fríða Aðalgeirsdóttir. 
Image-18.pngHífing úr sjó. 
Image-17.pngHluti af áhöfn varðskipsins Þórs í léttbát.
Image-17.png-2Æfingin gekk afar vel. 
Image-18.png-2Stund milli stríða. Æfing sem þessi getur tekið á.