Æft með Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Þyrlusveit fékk kynningu á björgunarskipinu Þór

  • DSC_9076

12.6.2023 Kl: 12:46

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélag Vestmannaeyja héldu sameiginlega æfingu í Eyjum á laugardag. Fjórir liðsmenn björgunarfélagsins voru sóttir á flugvöllinn og þaðan var flogið út í Elliðaey þar sem björgunarsveitarmönnunum var slakað úr þyrlunni í lykkju.


Að hífingum loknum fékk áhöfnin á þyrlunni kynningu á björgunarskipinu Þór. Farin var stutt ferð á skipinu út fyrir hafnarmynnið þar sem þyrlusveitinni gafst kostur á að skoða og fræðast um þetta nýja og glæsilega skip.


Æfingar sem þessar eru sérlega mikilvægar þar sem þær styrkja samskipti og gefa mikilvæga innsýn inn í störf hvor annars.


Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson

DSC_8891TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

DSC_8919Kennsla við að dæla eldsneyti á þyrluna. 

DSC_9212Sigmanni þyrlusveitarinnar slakað niður í Elliðaey.

DSC_9076Hífingar. 

IMG_0780Tryggvi Steinn Helgason, flugmaður. 

IMG_0788_1686574042876Um borð í björgunarskipinu Þór. 

DSC_9019TF-GNA á flugi.