Áhöfnin á TF-GRO hélt sameiginlega æfingu með frönsku freigátunni Beautemps-Beaupré á dögunum.
19.8.2020 Kl: 15:50
Áhöfnin á
TF-GRO hélt sameiginlega æfingu með frönsku freigátunni Beautemps-Beaupré á
dögunum. Æfingin fór fram í Eyjafirði og þegar TF-GRO kom á svæðið hófust
hífingar. Þær fóru fram á afturdekki skipsins og gengu eins og í sögu.
Að
sjálfsögðu var vel hugað að sóttvörnum en franska skipið er búið að vera hér
við land síðan í júní. Um er að ræða hafrannsóknarskip sem kemur hingað
reglulega og stundar rannsóknir í Norðurhöfum.
Þá er gaman að geta þess að um borð í frönsku freigátunni er sjóliðsforingi sem er menntaður í sjómælingum og
var í starfsnámi hjá Landhelgisgæslunni fyrir þremur árum.
Beautemps-Beaupré.
Sigmaður Landhelgisgæslunnar.