Æft með Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Áhöfnin á varðskipinu Þór og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar héldu sameiginlega æfingu um borð í Þór um helgina.
10.10.2022 Kl: 14:28
Áhöfnin á varðskipinu Þór og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar héldu sameiginlega æfingu um borð í varðskipinu um helgina þegar skipið var við bryggju á Akranesi.
Reykköfunaræfing fór fram í lest varðskipsins og að henni lokinni voru ,,slasaðir" hífðir upp frá spildekki Þórs með stigabíl slökkviliðsins.
Átján eru í áhöfn varðskipsins og alls tóku fjórtán þátt frá slökkviliðinu. Æfingin heppnaðist sérlega vel.
Að æfingu lokinni hélt áhöfn skipsins norður í land þar sem hún var til taks vegna þess veðurs sem fór yfir landið í gær og í morgun.
Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.
Einn af þeim ,,slösuðu" hífður upp úr lest skipsins.
Átján eru í áhöfn Þórs og 14 slökkviliðsmenn tóku þátt á æfingunni.
Varðskipið Þór við bryggju.