Æft með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Ellefu slökkviliðsmönnum slakað um borð í Árna Friðriksson

  • AEft-med-slokkvilidi

16.11.2022 Kl: 11:03

Þegar eldur kemur upp í skipum eru slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gjarnan sendir með áhöfn þyrlunnar á vettvang. Því skiptir það afar miklu máli að þyrluáhafnirnar og slökkviliðið æfi saman rétt handtök.


Komnir-um-bordÁ dögunum fór slík æfing fram um borð í hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem var við bryggju í Hafnarfirði. 11 slökkviliðsmönnum var flogið að skipinu, tengilínu komið niður í skipið og sigmanni slakað um borð. Að því búnu voru slökkviliðsmennirnir látnir síga niður, einn í einu, í björgunarlykkju og skiptust þeir á að taka við tengilínunni.


Myndir: Einar Pétur Jónsson.
IMG_1224Þyrla Landhelgisgæslunnar og hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson.