Æft undir norðurljósum
Norðurljósin settu svip sinn á æfingu þyrlusveitar og áhafnar Freyju.
3.3.2023 Kl: 10:28
Áhöfnin á varðskipinu Freyju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfðu undir norðurljósum á Húnaflóa í gærkvöld. Sjónarspilið var sannarlega stórfenglegt.Hífingar fóru fram af varðskipinu Freyju, úr björgunarbát og einnig úr sjó.
Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður, tók þessar tignarlegu myndir þegar æfingin fór fram.

Æft undir norðurljósum.