Æft undir norðurljósum

Norðurljósin settu svip sinn á æfingu þyrlusveitar og áhafnar Freyju.

  • Nordurljos-3

3.3.2023 Kl: 10:28

Áhöfnin á varðskipinu Freyju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfðu undir norðurljósum á Húnaflóa í gærkvöld. Sjónarspilið var sannarlega stórfenglegt.
Hífingar fóru fram af varðskipinu Freyju, úr björgunarbát og einnig úr sjó.
Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður, tók þessar tignarlegu myndir þegar æfingin fór fram.
Nordurljos

Æft undir norðurljósum.