Æft vegna Hringborðs Norðurslóða

Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt björgunaræfingu við Hörpu.

  • 20221013_121827

14.10.2022 Kl: 10:52

Vegfarendur í miðbænum hafa vafalítið tekið eftir umfangsmikilli sjóbjörgunaræfingu Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fór við Hörpu í hádeginu í gær. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir sjómælingaskipsins Baldurs, björgunarskipsins Ásgríms S. Björnssonar og björgunarbátsins Stefnis héldu þessa sameiginlegu æfingu í tengslum við ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða sem haldin er í Hörpu. 

Á æfingunni voru tveir hífðir úr Baldri, tveir úr Ásgrími og tveir úr sjó. Að æfingu lokinni lenti þyrlan í Engey þar sem þátttakendur æfingarinnar fóru úr en viðburðurinn heppnaðist sérlega vel. 

20221013_120521Híft úr sjómælingaskipinu Baldri. 

20221013_121004Ásgrímur S. Björnsson, Stefnir og TF-GRO við Hörpu.

20221013_115443Um borð í Baldri.

20221013_120623Jóhann Eyfeld, sigmaður, sýnir lipra takta.