Æft við Færeyjar

Landhelgisgæslunni boðið til æfingar með færeysku landhelgisgæslunni og danska sjóhernum.

  • IMG_3620

20.10.2022 Kl: 10:16

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði í gær með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Vædderen, varðskips danska sjóhersins, við strendur Færeyja. Landhelgisgæslunni var formlega boðið til æfingarinnar fyrr í mánuðinum.

Æfingin hófst á reykköfunaræfingu þar sem leitað var að þremur týndum skipverjum. Áhöfn Þórs bjargaði skipverjunum og kom til læknateymis Vædderen sem sá um aðhlynningu.

Að reykköfunaræfingu lokinni fór fram dráttaræfing þar sem Vædderen dró varðskipið Þór. Að æfingu lokinni fór fram viðrun þar sem rýnt var í æfinguna sem þótti takast sérlega vel. 

IMG_3579_1666261025967Línu skotið á milli Vædderen og Þórs. 

Image00003_1666261026054Hásetar að æfingu lokinni. 

IMG_3620Glatt á hjalla. 

Image00001_1666261026131Æfingin heppnaðist vel. 

IMG_3596Vædderen tekur Þór í tog.