Áhafnirnar á TÝ og TF-GNÁ með sameiginlega æfingu.
Áhafnirnar á varðskipinu Tý og þyrlunni TF-GNÁ æfðu saman í gær suður af Selvogi. Meðal þess sem áhafnirnar æfðu var flutningur sjúkra og slasaðra frá varðskipi yfir í þyrlu, flutningur á köfunarbúnaði og annars konar björgunarbúnaði úr þyrlu yfir í varðskip og björgun úr sjó og báti. Æfingin gekk mjög vel og var fjölda manns „bjargað“ úr sjó og báti á mettíma.
Æfingar sem þessar eru hluti af reglubundnum æfingum áhafnanna og nauðsynlegar til þess að æfa samhæfð viðbrögð og fumlaust samstarf varðskips og þyrlu.
Þessar flottu myndir tók áhöfnin á varðskipinu Tý af æfingu dagsins.
Áhöfnin á varðskipinu Tý tilbúin til aðstoðar meðan áhöfnin á TF-GNÁ bjargar úr sjó. |
Eiríkur Bragason stýrimaður á Tý stendur vaktina í brúnni og gætir þess að allt gangi eftir áætlun. |
Sjúklingur sóttur af varðskipinu og allt gengur samkvæmt áætlun. |