Æft í Ísafjarðardjúpi
20.6.2023 Kl: 10:31
Um borð í varðskipinu Freyju er öflugur slökkvibúnaður sem er afar mikilvægur ef eldur kemur upp um borð í skipum. Þessi afkastamikli búnaður er reglulega prófaður og áhöfn Freyju þjálfuð í notkun hans.
Dælurnar geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og rúma 200 metra frá skipinu.
Áhöfnin á varðskipinu hélt æfingu í Ísafjarðardjúpi í vikunni til að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og athuga virkni búnaðarins.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi eru dælur slökkvikerfisins sérlega kraftmiklar en þær eru knúnar áfram af aðalvélum skipsins.
Æfingin heppnaðist vel en mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land.
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.