Áhöfn Freyju tók tvo báta í tog

Bátarnir dregnir að höfn á Rifi

  • Freyja-utkall

31.5.2023 Kl: 11:20

Áhöfnin á varðskipinu Freyju aðstoðaði skipstjóra tveggja fiskibáta sem lentu í vandræðum þegar þeir voru á veiðum úti fyrir Rifi um hádegisbil í gær.

Annar báturinn varð vélarvana og þegar hinn ætlaði að veita honum aðstoð fékk sá tóg í skrúfuna. Varðskipið Freyja var skammt frá og var kölluð út til aðstoðar.

Farið var á léttbátum Freyju, bátarnir teknir í tog og farið með þá að bryggju á Rifi. Þar var tógin skorin úr skrúfunni og að því búnu hélt áhöfn Freyju aftur um borð í varðskipið.

Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson

Togin-skorin-urTógin skorin úr.

Utkall-123Bátarnir tveir voru teknir í tog. 

RIFFarið var með þá á Rif.