Áhöfn Þórs tók farþegaskip í tog

26. júní, 2024

Æfingin gekk vel

26.6.2024 Kl: 11:04

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt í vikunni æfingu með áhöfn franska farþegaskipsins Le Commandant Charcot.

Æfingin gekk afar vel og fólst í að koma taug á milli skipanna og draga franska skipið í um hálfa klukkustund. Varðskipið Þór stóðst þessa þolraun vel og náði mest um 8 hnúta hraða með skipið í togi.

  Æfingar sem þessar eru sérlega mikilvægar svo áhafnir beggja skipa séu sem best undirbúnar ef á reynir.

CharcotFarþegaskipið tekið í tog. Skotid-a-milliLínu skotið á milli skipanna. SkipidFarþegaskipið Le Commandant Charcot.