Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja

17. ágúst, 2020

Einn um borð í fiskibát við Norðurfjörð.

17.8.2020 Kl: 15:45

Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
beiðni um aðstoð frá skipverja sem staddur var úti fyrir ströndum og var með
verk fyrir hjarta. Hann var einn um borð í fiskibát og sigldi í átt að
Norðurfirði. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og
björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem sigldu á móti honum
og fylgdu í land.

Áhöfnin á TF-GRO tók á móti manninum í Norðurfirði og kom
honum undir læknishendur í Reykjavík.

IMG_5594TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar.