Áhöfnin á Eir leitaði manns sem féll í Laxá

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til leitar í nótt að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna manns sem talið var að hefði fallið í Laxá í Aðaldal.

  • TF-EIR6

1.6.2020 Kl: 8:14

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til leitar í nótt að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna manns sem talið var að hefði fallið í Laxá í Aðaldal. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík laust fyrir eitt. 

Aðstæður til leitar úr lofti voru góðar og stuttu eftir á áhöfn þyrlunnar kom á vettvang fann hún manninn og gerði lögreglu og björgunarsveitum viðvart. Eins og fram kom í tilkynningu lögreglunnar var maðurinn látinn.

Mynd frá Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard.