Áhöfnin á Freyju kölluð út vegna búrhvals sem rak á land

29. mars, 2022

Hræinu sleppt utan við sjávarfallastrauma

29.3.2022 Kl: 14:38

Áhöfnin á varðskipinu Freyju var kölluð út um helgina til að
kanna aðstæður við Bessastaði í Hrútafirði en þar hafði hval rekið á land. Áhöfnin
sendi tvo léttbáta frá skipinu til að kanna aðstæður umhverfis hræið en um 15
metra langan búrhval var að ræða. 

Hvalurinn var nánast á þurru og á meðan beðið
var flóðs voru taugar settar í sporð dýrsins. Nýta varð léttbáta skipsins til
að toga dýrið út þar sem ekki reyndist unnt að koma Freyju nálægt landi sökum grynninga.
Síðdegis á laugardag losnaði dýrið úr fjörunni og var það dregið að varðskipinu
Freyju og tengt dráttartaug. 

Búrhvalurinn var dreginn um 30 sjómílur norður af Horni
þar sem því var sleppt utan við sjávarfallastrauma. Meðfylgjandi myndir sýna
frá aðgerðum áhafnarinnar sem heppnuðust afar vel.

20220326_102449Tveir léttbátar Freyju voru sendir til að kanna aðstæður. 

20220326_104929Taugar voru settar í sporð hvalsins. 

Image00002_1648564740580Taug var sett í sporð hvalsins og hræið dregið út fyrir sjávarfallastrauma. 

Image00003_1648564740524Um borð í varðskipinu Freyju. 

Image00006_1648564739800Varðskipið Freyja. Mynd: Aðsend.