Áhöfnin á TF-GNA sótti veikan skipverja

16. september, 2022

Veikindi um borð í fiskiskipi sem statt var um 80 sjómílur norður af Grímsey.

16.9.2022 Kl: 14:02

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út
fyrir hádegi í dag vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var um 80
sjómílur norður af Grímsey. 

Skipstjóri fiskiskipsins hafði samband við
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikindanna og óskaði eftir samtali við
lækni þyrlunnar sem ákvað að sækja þyrfti skipverjann og koma undir læknishendur
á Akureyri. 

Þar sem um flug langt á haf út var að ræða var áhöfnin á TF-EIR
einnig kölluð út sem flaug út í Grímsey og beið þar á flugvellinum þar til hin
þyrlan var komin nálægt landi aftur. Lent var með sjúklinginn á Akureyri laust
fyrir klukkan tvö.