Áhöfnin á TF-SIF aðstoðaði þyrlusveit í útkalli og fann báta sem sáust ekki lengur í kerfum Landhelgisgæslunnar

22. júní, 2023

Áhöfnin á TF-SIF aðstoðaði einnig þyrlusveit vegna útkalls í slæmu skyggni.

22.6.2023 Kl: 17:39

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar,
þyrlusveit LHG auk varðstjóra í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í vikunni.

Í gær fór TF-SIF í eftirlitsflug og ískönnun auk þess
sem áhöfn hennar aðstoðaði þyrlusveitina við krefjandi aðstæður vegna útkalls á
gönguleiðinni um Laugarveg. Í dag leitaði áhöfn vélarinnar að tveimur
fiskibátum sem ekki sáust lengur kerfum Landhelgisgæslunnar.

Á þessum árstíma eru að jafnaði margir á hafsvæðinu
umhverfis Ísland og í kerfum í stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð
voru rúmlega 900 skip í ferilvöktun í morgun.

Um klukkan 11 í dag, þegar áhöfnin á TF-SIF var að
undirbúa eftirlitsflug dagsins, voru tveir þessara báta ekki lengur sjáanlegir
í kerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-SIF var beðin um að halda
þegar í stað á þann stað sem síðast var vitað um ferðir bátanna.

Flugvélin var snögg á staðinn og fann fyrri bátinn
eftir stutta leit. Sá sem þar var um borð var einn og svaraði ekki ítrekuðu kalli
áhafnarinnar á TF-SIF á rás 16. Þegar loksins náðist samband við viðkomandi á
annarri rás var honum bent á að láta kanna hjá sér fjareftirlitsbúnaðinn og
minntur á hlustvörslu á rás 16. Hinn báturinn fannst sömuleiðis eftir stutta leit
og virðist bilun hafa orðið þess valdandi að hann sendi ekki lengur frá sér merki
til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan
minnir skipstjórnarmenn á skipum og bátum á að hlustvörslu á rás 16 á VHF en
slíkt getur skipt sköpum þegar mikið liggur við.

Í gær var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út
vegna veikinda við gönguleiðina um Laugarveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.
Afar slæmt skyggni var á svæðinu og hélt flugvélin þangað til að aðstoða
þyrlusveitina, bæði til að annast fjarskipti og til að leiðbeina áhöfn
þyrlunnar á réttan stað. Þyrlusveitin fann gönguhópinn með aðstoð áhafnarinnar
á TF-SIF, sótti sjúklinginn og flutti til Reykjavíkur.

Á
meðfylgjandi myndum sést hversu slæmt skyggni var þegar sjúklingurinn var sóttur
í gær.

VideoCapture_20230622-021631Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á vettvangi.

TF-SIF_1662387036247TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.

_90A9068Um borð í TF-SIF.