Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hélt utan í hádeginu í dag.
5.9.2022 Kl: 14:05
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hélt af landi brott í hádeginu og mun næstu vikur annast landamæraeftirlit við Ermasund á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu.
Um afar mikilvægt framlag Íslands er að ræða við vörslu ytri landamæra Evrópu.
Vélin millilendir á eynni Mön áður en flogið verður á loka áfangastað vélarinnar sem verður í Lille að þessu sinni. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar vélin tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag.