Áhöfnin á TF-SIF heldur til Spánar
Vélin verður gerð út frá Malaga á Spáni að þessu sinni.
12.2.2024 Kl: 11:21
Áhöfnin á eftirlitsflugvélinni TF-SIF hélt af landi brott á föstudag og verður við gæslu á ytri landamærum Evrópu næstu vikur á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. Vélin verður gerð út frá Malaga á Spáni að þessu sinni.
Hólmar Logi Sigmundsson, Lára Theódóra Magnúsdóttir, Magnús Örn Einarsson, Hreggviður Símonarson og Jóhann Eyfeld.