Áhöfnin á Þór fjarlægði hvalshræ

Hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð.

  • IMG_1655_1587223321188

18.4.2020 Kl: 15:20

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi í morgun. Hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð um páskana og óttast var að ólyktin sem stafaði af hræinu gæti haft áhrif á æðarvarp í grenndinni. Um 13 metra langan hnúfubak var að ræða. 


Vel gekk að koma hvalnum á flot enda aðstæður góðar og vinnubrögðin fumlaus. Stefnt er að því að fara með hvalinn ANA af Langanesi en það ræðst af straumum og vindum á svæðinu. 

Varðskipið Þór fór upp á um 11 metra dýpi undir kjöl þar sem um 400 metrar voru í land. Áhöfnin fór svo með dráttartaugar á léttbátum að hvalnum en vel gekk að koma honum á flot eins og áður segir.

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir varðskipið um hádegisbil og tók myndir af varðskipinu með hræið í togi.
IMG_4167

Áhöfnin á varðskipinu fór með dráttartaugar varðskipsins og festu í hvalinn.

IMG_4174Varðskipsmenn að störfum.IMG_4176Varðskipið Þór og hvalurinn.IMG_1655_1587223321188Þór með hvalinn í togi.