Áhöfnin á Þór fjarlægði rekald úr sjó

Hefði geta reynst smærri skipum hættulegt.

  • IMG_6578

24.5.2019 Kl: 08:06

Áhöfn flutningaskips sem var á leið frá landinu tilkynnti varðskipinu Þór um rekald á sjó vestan við Sandgerði í vikunni. Áhöfn varðskipsins brást hratt og örugglega við beiðninni og fjarlægði rekaldið úr sjónum. Þarna var á ferðinni plaströr með járni á endunum sem hefði geta reynst smærri skipum hættulegt.

Eitt af lögbundnu hlutverkum Landhelgisgæslunnar er „að tilkynna um, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti sem sjófarendum getur stafað hætta af auk sprengjueyðingar á landi.“