Áhöfnin á Þór fór í eftirlit í uppsjávarskip

Á dögunum fór áhöfnin á varðskipinu Þór í eftirlit í nokkur íslensk uppsjávarskip sem voru á makrílveiðum djúpt suðaustur af landinu.

  • IMG_0044

3.8.2023 Kl: 16:42

Á dögunum fór áhöfnin á varðskipinu Þór í eftirlit í nokkur íslensk uppsjávarskip sem voru á makrílveiðum djúpt suðaustur af landinu.

Á þessum veiðum er algengt að nokkur skip séu á svipuðum slóðum og vinni vel saman.

Á þessum myndum sem eftirlitsmenn Landhelgisgæslunnar tóku um borð í Jónu Eðvalds SF-200 má sjá áhöfnina um borð að störfum. Tekin var prufa af aflanum og reyndist allt vera samkvæmt bókinni.

Nokkuð var farið að draga úr veiðinni á svæðinu þegar Landhelgisgæslan var á staðnum og voru skipin farin að hefja leit á norðvestur stefnu þegar Þór yfirgaf svæðið.

363882328_128245726995772_3218393518169333252_nTekin var prufa af aflanum og reyndist allt vera samkvæmt bókinni.