Áhöfnin gæddi sér á kræsingum á Siglufirði þar sem skipið er statt.
12.4.2020 kl: 20:31
Áhöfnin á varðskipinu Þór klæddi sig í sitt fínasta púss í tilefni dagsins og Bergvin Gíslason, bryti, framreiddi glæsilega páskamáltíð fyrir áhöfnina. Varðskipið er nú statt á Siglufirði en áhöfnin á Þór sinnir nú eftirliti á hafinu.
Eftir hádegi í dag fóru fimm áhafnarmeðlimir á léttbát varðskipsins út í Siglunes og héldu í hressingargöngu í blíðviðrinu. Í göngunni fundust 5 útigangskindur sem mikið er búið að leita að í vetur. Einn háseta varðskipsins er Siglfirðingur og hann kom skilaboðum til eiganda kindanna sem þakkaði kærlega fyrir og ætlaði að ná i þær sem fyrst. Kindurnar virtust vel á sig komnar eftir útiganginn í vetur enda nóg af sinu að bíta í Siglunesi.
Gleðilega páska.
Borðhaldið var með glæsilegasta hætti enda allir í sínu fínasta pússi.
Áhöfnin á varðskipinu Þór.
Bergvin Gíslason, bryti, eldaði dýrindis máltíð fyrir áhöfnina.
Páskaeggin voru á sínum stað.