Áhöfnin á Þór kölluð út vegna togbáts sem sökk í Stöðvarfirði

Áhöfnin aðstoðaði við að koma upp mengunarvarnargirðingu

  • IMG_3018

26.10.2020 Kl: 12:57

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út ásamt slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum í gær vegna togbáts sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði. Varðskipið var þá statt á Fáskrúðsfirði og hluti áhafnarinnar hélt af stað á undan skipinu á léttbát Þórs. Áhöfn varðskipsins og aðrir viðbragðsaðilar komu upp mengunarvarnargirðingu sem fengin var frá Reyðarfirði og þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togbátsins neðansjávar.

Kafarar varðskipsins þéttu öndunarop skipsins en greinilegur leki var frá tveimur opum aftast. Einnig var skipið tryggt að aftan svo það myndi ekki reka frá. Varðskipið Þór hélt frá Stöðvarfirði í morgun.

Áhöfnin á Þór á Stöðvarfirði

IMG_3019Drangur sokkinn. Áhöfnin á varðskipinu komin á staðinn.IMG_3017Áhöfnin að störfum.IMG_3022_1603719324322