Áhöfnin á Tý kom ljósdufli í samt lag

Kafarar skipsins fóru í sitt fyrsta vinnutengda verkefni eftir að þeir luku námskeiði

  • 53098663_2287124878233828_219223682067726336_n

5.3.2019 Kl: 16:00

Kafarar varðskipsins byrjuðu á að kafa niður að steininum sem duflið var bundið fast við, en að því búnu var hægt að sækja duflið og ný legufæri. Keðju var rennt niður eftir bólfæri sem kafararnir höfðu fest við steininn, en þeir fóru svo aftur niður og festu legufærin við steinninn. Mikilvægi kafaranna kom glögglega í ljós en þeir sem köfuðu í dag voru í sínu fyrsta vinnutengda verkefni eftir að hafa lokið kafaranámskeiði fyrr í vetur. Tveir kafarar eru í áhöfn Týs. Afar milt og fallegt veður var við Ólafsvík í dag og verkefnið í heild gekk mjög vel.  

53531784_250376909184315_122595473482579968_nDuflið fest við steininn. 

53399057_421411861929120_4034826194942689280_nDuflið sótt til Ólafsvíkur.

53093781_1023266547867773_1862134301550706688_nDuflinu komið fyrir í léttbáti Týs.

53137522_352664308687501_6547127302822559744_nHluti áhafnarinnar á leið frá Ólafsvík.

53302259_379232272656828_5699345348942626816_nGarðar Nellett á ljósduflinu. Týr í bakgrunni. 

53098720_797521423982395_8638426422039281664_nAðstæður við Ólafsvík voru góðar og verkefnið gekk vel.