Áhöfnin á Tý lýkur störfum á Seyðisfirði
Annasamir dagar áhafnarinnar sem hefur verið til taks á svæðinu.
22.12.2020 Kl: 21:41
Áhöfnin á varðskipinu Tý hefur nú lokið störfum á Seyðisfirði eftir annasama daga. Skipið lét úr höfn fyrir austan í kvöld og er væntanlegt til Reykjavíkur eftir rúman sólarhring. Í dag flutti áhöfnin verkfræðinga EFLU á skriðusvæðið með léttbátum auk þess sem vörur voru fluttar frá ferjuhöfninni út fyrir svæðið. Þá var tekið á móti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ásamt föruneyti um hádegisbil í dag. Síðdegis var hlíðin við Nautaklauf lýst upp vegna vinnu björgunaraðila þar fyrir neðan og að því búnu var hélt áhöfnin aftur til Reykjavíkur. Varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar verða eins og alltaf til taks yfir hátíðirnar ef eftir því er óskað.
Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.
Áhöfnin að störfum.
Flóðlýsingin á Tý.
Einar Valsson, skipherra á Tý.