Áhöfnin á varðskipinu Freyju vinnur að viðhaldi á vitum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um eftirlit og viðhald á vitum í hinum árlega vitatúr.

  • 348360391_172016532222454_7185111057094509385_n

16.6.2023 Kl: 10:31

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur undanfarið unnið að viðhaldi vita umhverfis landið í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á vitum og öðrum sjómerkjum í þessum ferðum sem gjarnan ganga undir heitinu vitatúrar.

Með í ferðinni að þessu sinni voru Guðmundur Jón Björgvinsson og Ingi Ólafsson,r afvirkjar hjá Vegagerðinn. Einnig var listakonan Mathilde Morant með í för sem vinnur að því að mála alla vita landsins.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.

348366218_623599259699097_9112578202115878468_nÁhöfnin á Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar önnuðust viðhald á vitunum. 

348384314_1244641256167902_8733545136300940582_nVinna á dekkinu. 

348358970_136155822806003_4088471820270935960_nStarfsmenn Vegagerðarinnar að störfum. 

348379764_646048033613111_403039956588460969_nÍ Faxaflóa. 

348360900_1632119027300476_6196367510655496424_nListakonan Mathilde Morant var með í för sem vinnur að því að mála alla vita landsins.

348360834_694691736000061_3805874678418559283_n