Áhöfnin á varðskipinu Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um eftirlit og viðhald á vitum í hinum árlega vitatúr.
16.6.2023 Kl: 10:31
Áhöfnin
á varðskipinu Freyju hefur undanfarið unnið að viðhaldi vita umhverfis landið í
samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman
hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum,
skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá
landi.
Áhöfnin á
varðskipinu Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á
vitum og öðrum sjómerkjum í þessum ferðum sem gjarnan ganga undir heitinu
vitatúrar.
Með í
ferðinni að þessu sinni voru Guðmundur Jón Björgvinsson og Ingi Ólafsson,r afvirkjar
hjá Vegagerðinn. Einnig var listakonan Mathilde Morant með í för sem vinnur að
því að mála alla vita landsins.
Meðfylgjandi
myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson.
Áhöfnin á Freyju og starfsmenn Vegagerðarinnar önnuðust viðhald á vitunum.
Vinna á dekkinu.
Starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum.
Í Faxaflóa.
Listakonan Mathilde Morant var með í för sem vinnur að því að mála alla vita landsins.