Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði hval úr veiðarfærum fiskibáts
Áhöfnin á Þór hóf björgunarstörf í samráði við MAST þegar á staðinn var komið.
22.4.2020 Kl: 15:22
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem festist í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um málið á ellefta tímanum og var Matvælastofnun strax gert viðvart. Varðskipið Þór, sem var í grenndinni, var kallað út og sent á vettvang.
Áhöfnin á Þór hóf björgunarstörf í samráði við MAST þegar á staðinn var komið. Skömmu siðar tókst að losa hvalinn úr veiðarfærum fiskibátsins. Eftir að hvalurinn var laus fylgdi áhöfnin honum eftir á léttbát til að ganga úr skugga um velferð dýrsins.
Þegar öll veiðarfæri voru aftur komin um borð í fiskibátinn og ljóst að ekkert varð eftir á hvalnum, gat áhöfn Þórs haldið aftur um borð í varðskipið. Hvalnum virtist ekki verða meint af og var frelsinu feginn.
Hnúfubaki bjargað úr veiðarfærum
Áhöfnin á Þór losaði hvalinn.TF-SIF flaug yfir og áhöfnin tók þessa mynd þegar verið var að bjarga hvalnum.Varðskipið Þór við Langanes