Aldarafmæli Alþjóðasjómælingastofnunarinnar fagnað

Tímamótunum fagnað með nýjum hafnarkortum af Brjánslæk og Reykhólum.

  • Arni-vesteinsson-heldur-raedu

21.6.2021 Kl: 10:31

Alþjóðlegi sjómælingadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Jafnframt eru 100 ár liðin frá stofnun Alþjóðasjómælingastofnunarinnar, International Hydrographic Organization. Landhelgisgæsla Íslands fagnar þeim tímamótum með því að geta út tvö ný hafnarkort, af Brjánslæk og Reykhólum.

Þá hefst einnig nýtt tímabil í prentun sjókorta hjá Landhelgisgæslunni í dag þegar öll íslensk sjókort verða seld uppfærð samkvæmt nýjustu Tilkynningum til sjófarenda og þau prentuð eftir þörfum innanhúss en ekki send í prentsmiðju. Við það sparast prent- og lagerkostnaður og sjófarendur geta keypt uppfærð sjókort. Má þá segja að útgáfa og prentun sjókorta sé komin í hring þar sem Sjómælingar Íslands eignuðust árið 1953 lithografíska pressu til útgáfu á sjókortum.

Starfsmenn sjómælinga fögnuðu tímamótunum með kaffisamsæti á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í morgun.

Nánari upplýsingar sjómælingar og sjókortagerð má finna á þessum síðum:

https://iho.int/en/

https://iho.int/en/iho-100-years-0

https://www.youtube.com/channel/UCpMKDQTKKlJSXmQCQzFqZPA/featured">https://www.youtube.com/channel/UCpMKDQTKKlJSXmQCQzFqZPA/featured">https://www.youtube.com/channel/UCpMKDQTKKlJSXmQCQzFqZPA/featured

Kaka_1624272302362Tímamótunum var fagnað með köku.
K433_Brj_210521_cmykNýtt hafnarkort af Brjánslæk.
K432_Rha_190521_cmykNýtt hafnarkort af Reykhólum.

Starfsmenn-sjomaelingaStarfsmenn sjómælinga fögnuðu tímamótunum og buðu til kaffisamsætis.