,,Andi Reykjavíkur“ lenti í Keflavík

P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins sem ber heitið Spirit of Reykjavík lenti á Keflavíkurflugvelli á dögunum.

  • Spirit-of-Reykjavik-kemur-til-landsins

25.1.2023 Kl: 10:05

,,Andi Reykjavíkur“ lenti í Keflavík

P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins sem ber heitið Spirit of Reykjavík lenti á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli tóku vel á móti áhöfn vélarinnar sem æfði meðal annars með bandaríska sjóhernum auk þess sem hún fundaði með fulltrúum Landhelgisgæslunnar.

Árið 2020 var flugvélinni gefið nafnið Spirit of Reykjavík af virðingu við hlutverk Reykjavíkur og Íslendinga vegna sigurs bandamanna í orrustunni um Atlantshafið í síðari heimsstyrjöldinni.

Vélin hélt af landi brott í gær en á meðfylgjandi myndum má sjá Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar og Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóra varnarmálasviðs, ásamt áhöfn flugvélarinnar.

Jon-B.-Gudnason-Marvin-IngolfssonJón B. Guðnason og Marvin Ingólfsson.