Annir um hvítasunnuhelgina

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð fimm sinnum út.

  • TF-GRO_1654596648617
7.6.2022 Kl: 10:10

Nokkuð var um annir hjá Landhelgisgæslunni um hvítasunnuhelgina. Þyrlusveit stofnunarinnar var til að mynda kölluð fimm sinnum út. Á laugardag var snjósleðamaður sóttur í Skálpanes, austur af Langjökli en hann hlaut áverka þegar hann velti snjósleða sínum. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Á hvítasunnudag var slösuð göngukona sótt í hlíð ofan við Súðavík og var komið undir læknishendur í Reykjavík. Laust fyrir miðnætti á Hvítasunnudag var óskað eftir þyrlu til Vestmannaeyja vegna veikinda. Sökum þoku á flugvellinum í Eyjum var ekki unnt að senda sjúkraflugvél og því var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan lenti á Hamrinum og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur. Auk þess voru tvö útköll afturkölluð.


Veðrið í Reykjavík var með allra fallegasta móti þegar áhöfnin gerði sig tilbúna til útkallsins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
ReykjavikReykjavík. 
TF-GRO-i-fallegu-solarljosiTF-GRO