ARCSAR ráðstefna heppnaðist vel

Fimm ára vel heppnuðu verkefni að ljúka.

  • Asgeir-Audunn2

15.9.2023 Kl: 16:04

Ráðstefnu Landhelgisgæsla Íslands í samstarfi við þátttakendur í ARCSRAR samstarfsverkefninu lauk á Hilton Nordica síðdegis í dag. 


Landhelgisgæslan hefur undanfarin fimm ár tekið þátt í samstarfsvettvangnum ARCSAR sem stendur fyrir Arctic and North Atlantic Security and Emergency Preparedness Network.
Samstarfsvettvangurinn hefur hverfst um öryggismál á hafinu og björgunarviðbrögð á norðurslóðum. Athygli samstarfsvettvangsins hefur ekki síst verið beinst að aukinni skipaumferð á norðurslóðum og leiðum til að auka samvinnu meðal leitar- og björgunaraðila, skemmtiferðaskipaiðnaðarins og háskólasamfélagsins.


Á ráðstefnunni voru lykilniðurstöður og meginmarkmið verkefnisins til umfjöllunar. Dæmi um umfjöllunarefni erinda voru t.d. áskoranir viðbragðsaðila þegar kemur að olíumengun í sjó, nýsköpun er varða björgunarviðbrögð, lærdómur frá æfingum sem haldnar hafa verið, rannsóknir er varða lífsmöguleika í kulda og margt fleira.


Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru margir af færustu sérfræðingum á sínu sviði en þeir komu úr röðum viðbragðsaðila, fræðasamfélagsins, skemmtiferðaskipaiðnaðarins og tæknifyrirtækja.

Myndir: Simon Patterson

Georg-Larusson_1694795517278Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. 

Ingibjorg-OmarsdottirIngibjörg Ómarsdóttir, frá almannavörnum. 

ARCSAR22Frá ráðstefnunni. 

Asgeir-Audunn2Pallborðsumræður.