Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði notkun mengunarvarnarbúnaðarins um borð.
4.5.2021 Kl: 14:55
Í vikunni hélt áhöfnin á varðskipinu Þór árlega æfingu þar sem notkun mengunarvarnabúnaðar varðskipsins var æfð.
Mengunarvarnargirðing varðskipsins Þórs, sem er um 300 metra löng, var dregin út auk þess sem olíudæla skipsins var sett í hafið. Hlutverk hennar er að dæla olíu úr sjó og um borð í varðskipið.
Dráttarbáturinn Leynir var sömuleiðis fenginn til aðstoðar við æfinguna. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu fylgdust æfingunni sem gekk afar vel að þessu sinni.
Meðfylgjandi myndband tók Sævar Már Magnússon.
Æfingin fór fram í nágrenni Reykjavíkur.
Mengunarvarnargirðingin um borð í varðskipinu var sett í hafið sem og olíudælan sem sést hér á myndinni.
Fulltrúar Samgöngustofu fylgdust með æfingunni og dráttarbáturinn Leynir var fenginn til aðstoðar.
Áhöfnin á varðskipinu Þór.
Olíudælan í notkun.