Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar og deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

3. maí, 2021

Tillaga að breyting á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030

3.5.2021 Kl: 10:19

Tillaga að breytingu á
Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013 – 2030. Breyting á byggingarheimildum á
öryggissvæðinu (svæði B).

Utanríkisráðuneytið og
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa samþykkti að kynna tillögu að breyttu
aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga
nr. 123/2010. Breyting felur í sér auknar byggingarheimildir á öryggissvæði
Keflavíkurflugvallar. Óskað er eftir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 9. júní
2021. Tillagan er kynnt á heimasíðu Isavia https://www.isavia.is/skipulag-i-kynningu og á samráðsgátt
stjórnvalda (samradsgatt.is), frá og með 28. apríl 2021.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðuneytið hefur falið
Landhelgisgæslu Íslands að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir öryggissvæðið
á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við
1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að
breytingu á deiliskipulagi öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli.

Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha
að stærð og afmarkast samkvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk
öryggis- og varnarsvæða. Helstu breytingar eru m.a. viðbótar byggingarheimildir,
breytingar og stækkun á byggingarreitum og nýir byggingarreitir. Þá eru
afmörkuð svæði fyrir efnisvinnslusvæði, skotvöll og birgðageymslusvæði, breytingar
gerðar á byggingarreitum í því samhengi og byggingarheimild hækkuð.

Deiliskipulagstillagan
verður aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda (samradsgatt.is), frá og með 28.
apríl 2021.

Nánari upplýsingar veitir skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar
og öryggissvæða [email protected]

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að
gera athugasemdir við tillögurnar. Skila
má skriflegum athugasemdum í gegnum Samráðsgáttina, með bréfi til Landhelgisgæslu Íslands (b.t.
Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða með því að senda tölvupóst á
netfangið [email protected]. Frestur til að gera
athugasemdir er til 9. júní 2021.