Baldur við mælingar á Breiðafirði

Glæsilegar loftmyndir af skipinu.

  • Baldur-1

Sjómælingaskipið Baldur hefur að undanförnu verið við mælingar á Breiðafirði. Þessar myndir glæsilegu loftmyndir voru teknar af skipinu í blíðskaparveðri á dögunum. 

Baldur hefur verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1991. Skipið hefur reynst afar vel til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga, og margvíslegra annarra verkefna sem Landhelgisgæslan sinnir. 

 Baldur er sérstaklega útbúinn til sjómælinga og botnrannsókna fyrir sjókortagerð og um borð eru m.a. fjölgeisladýptarmælir og staðsetningabúnaður til að uppfylla alþjóðlegar kröfur um dýptarmælingar fyrir sjókortagerð. 

Um borð í Baldri er einnig léttbátur sem búinn er dýptarmæli til mælinga á grynningum og allra næst ströndinni. 

Marteinn Eyjólfur, bátsmaður, á Baldri tók meðfylgjandi myndir.

Sjómælingaskipið Baldur

BaldurSjómælingaskipið Baldur.