Bjarni Sæmundsson laus af strandstað

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sem strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld er laust af strandstað.

  • YD9A0962

21.9.2023 Kl: 23:56

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sem strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld er laust af strandstað. Tilkynning um strandið barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um klukkan 21:12. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk annarra skipa. Tuttugu voru um borð í skipinu þegar það strandaði. Til að gæta fyllsta öryggis var ákveðið að fækka farþegum um borð og því voru átta farþegar fluttir frá borði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var höfð í viðbragðsstöðu á Tálknafirði en hæglætisveður var á strandstað og aðstæður góðar. Skipið komst á flot á flóði klukkan 23:26 í kvöld með hjálp björgunarskipsins Varðar auk fiskieldisskipanna Fosnafjord og Fosnakongen og var í kjölfarið fært að bryggju á Tálknafirði. Rannsókn á tildrögum strandsins er í höndum RNSA.

Bjarni-Saem-ur-thyrlunni