Bleika slaufan áberandi hjá Landhelgisgæslunni

Bleiki dagurinn er í dag

  • Reynir-og-Georg

20.10.2023 Kl: 11:35

Bleiki dagurinn er í dag og starfsfólk Landhelgisgæslunnar íklætt bleiku gæddi sér á bleikum eftirréttum í tilefni dagsins.
Reynir Brynjarsson, viðhaldsskipulagsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, tók sig til á dögunum og opnaði lítið söluútibú Bleiku slaufunnar hjá Landhelgisgæslunni. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar lét sitt ekki eftir liggja og tók sérlega vel í framtak Reynis sem hefur þurft að venja komur sínar að undanförnu í húsnæði Krabbameinsfélagsins til að fylla á birgðirnar því salan fór fram úr björtustu vonum.
Reynir leit einnig við hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunni, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem eru til húsa á sama stað og Landhelgisgæslan í Skógarhlíð og fékk þar einnig frábærar viðtökur.
Hjarta Bleiku slaufunnar í ár er slagorðið Verum bleik – fyrir okkur öll, en það vísar til máttarins sem er fólginn í sýnilegri samstöðu. Framtak Reynis rímar sannarlega við slagorð verkefnisins.
Við hjá Landhelgisgæslunni erum stolt af okkar manni fyrir þessa vasklegu framgöngu og vonum að sem flestir styðji þetta brýna verkefni Krabbameinsfélagsins.
MatarbodSkógarhlíðin var vel bleik í morgun. 
Kokur-um-bord-i-ThorBleikar kökur frá Gulla Arnari fóru um borð í varðskipið Þór.