Bólusett í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

Bólusett hefur verið í byggingu 179 síðan í janúar.

  • Image00014_1622207686572

28.5.2021 Kl: 13:13

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur síðan í janúar bólusett íbúa á Reykjanesi í húsnæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Samstarf HSS og Landhelgisgæslunnar hefur verið afar gott og í vikunni voru fjölmargir bólusettir.

 Bólusetning hófst í byggingu 179 þann 19. janúar og síðan þá hafa um 16000 skammtar af bóluefni verið gefnir. 

Bygging 179 er alla jafna notað sem mötuneyti fyrir starfsfólk Landhelgisgæslunnar og erlendan liðsafla á svæðinu og þykir henta einstaklega vel fyrir bólusetningar. 

Image00005_1622207686586Samstarf Landhelgisgæslunnar og HSS hefur verið afar gott.

Image00003_1622207686514Bólusett var með bóluefni Pfizer.

Image00001_1622207686538Skipulag HSS í byggingu 179 er til fyrirmyndar og bólusetning gekk afar vel.

Image00013_1622207686565

Margt var um manninn í byggingu 179.

Image00006_1622207686592Alls hafa um 16000 skammtar verið gefnir í byggingu 179.

Image00002_1622207686587Sprautað.

Image00004_1622207686577Bóluefni.

Image00012_1622207686489