Bretar annast loftrýmisgæslu meðan á leiðtogafundinum stendur

  • LHG_1257

16.5.2023 Kl: 11:16

Loftrýmisgæsla við Ísland er að hefjast að nýju með þátttöku flugsveitar breska flughersins samanber tvíhliða samkomulag milli Íslands og Bretlands. Verkefnið stendur yfir frá 15. – 19. maí. Flugsveitin tekur þátt í verkefninu með stuðningi stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (NATO Combined Air Operations Center) og stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli (NATO Control and Reporting Centre – Keflavik).

Flugsveitin verður ekki með fasta viðveru hér á landi en gera má ráð fyrir eftirlits- og æfingarflugum hér við land á tímabilinu.

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu frá 15. – 19. maí.

Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia.

LHG_1264Þota breska flughersins hér við land í vikunni. 

LHG_1244Breski flugherinn annast loftrýmisgæslu meðan á leiðtogafundinum stendur.