Byggingarefni flutt með Þór í Grímsey

Framkvæmdir við nýja kirkju í fullum gangi í Grímsey

  • Timburfraendi

28.6.2022 Kl: 09:54

Sóknarnefnd Miðgarðakirkju hafði samband við Landhelgisgæsluna fyrr á árinu og vildi kanna hvort mögulegt væri að flytja byggingarefni með varðskipinu Þór frá Reykjavík vegna framkvæmda á nýrri kirkju í Grímsey í stað þeirrar sem brann fyrir tæpu ári.

Okkur var bæði ljúft og skylt að verða við þessari bón. Fyrir skipulagða eftirlitsferð varðskipsins frá Reykjavík var sex brettum af grjóti og um sex tonn af timbri komið fyrir í varðskipinu í Reykjavík og siglt með efnið norður í Grímsey. Grjótið var flutt beint í eyna en timbrinu var komið fyrir á Dalvík.

Landhelgisgæslan tekur stolt þátt í þessu mikilvæga samfélagsverkefni og það er afar ánægjulegt að geta lagt okkar lóð á vogarskálina við framkvæmdir á nyrsta kirkjubóli landsins. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var með varðskipinu í för og heimsótti Grímsey þegar byggingarefninu var komið til skila.

GrimseyHöfnin í Grímsey

GrjoteythorSex bretti af grjóti voru flutt í eyna.

Grimsey-2Brettin flutt með léttbát varðskipsins. 

Timbur-i-luguTimbur í lúgu.

Grimsey-1Brunað með grjót út í Grímsey.