Dómsmálaráðherra í heimsókn á æfingu
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, sem slóst með í för á björgunaræfingu.
24.6.2020 Kl: 14:50
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, slóst í för með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfninni á varðskipinu Þór og Georg Kr. Lárussyni, forstjóra LHG, á fimmtudag þegar haldin var sjóbjörgunaræfing á Breiðafirði.
Áslaug Arna tók virkan þátt í æfingunni og gerði sér lítið fyrir og seig fagmannlega niður úr TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, og var hífð upp aftur að æfingu lokinni.
Í Morgunblaðinu í gær fjallaði hún svo um björgunaræfinguna og Landhelgisgæsluna almennt í áhugaverðri grein.
Dómsmálaráðherra á þyrluæfingu
Fyrir æfinguna.