Eftirlit á síldarmiðum
Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur að undanförnu annast eftirlit á síldarmiðum austur af landinu. Þar hafa nokkur færeysk síldveiðiskip verið að veiðum.
8.11.2024 Kl: 10:02
Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur að undanförnu annast eftirlit á síldarmiðum austur af landinu. Þar hafa nokkur færeysk síldveiðiskip verið að veiðum.
Lögum samkvæmt sinnir Landhelgisgæslan öflugu eftirliti með erlendum fiskiskipum innan efnahagslögsögunnar í samstarfi við Fiskistofu og sjávarútvegsráðuneytið.
Eftirlitið fer þannig fram að áhöfnin á varðskipinu fer um borð í skipin og kannar aflasamsetningu og framkvæmir tegundagreiningu á aflanum.
Meðfylgjandi myndband gefur fróðlega innsýn inn í hvernig eftirlit sem þetta fer fram hjá áhöfnum Landhelgisgæslunnar.
Löggæsla og eftirlit er stór hluti vinnu áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar.