Eftirlit í blíðskaparveðri
Aflaskýrslur reyndust réttar.
29.5.2019 Kl: 12:30
Áhöfnin á varðskipinu Þór nýtti tækifærið og sinnti eftirliti við Reykjaneshrygg í blíðskaparveðri fyrr í vikunni. Að undanförnu hafa meðal annars þýsk, eistnesk, rússnesk og íslensk skip verið við veiðar á svæðinu en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur einnig verið við eftirlit á þessum slóðum. Meðal þess sem varðskipsmenn könnuðu var hvort aflinn væri rétt skráður og reyndist svo vera.
Eftirlit við Reykjaneshrygg.
Áhöfn varðskipsins fer á léttbát til eftirlitsins. Myndir: Bergvin Gíslason.