Eftirlitsflug að Grímsvötnum

17. ágúst, 2020

Áhöfnin á TF-GRO flaug með sérfræðinga Veðurstofu Íslands og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

17.8.2020 Kl: 11:45

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug í gær með sérfræðinga almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands að Grímsvötnum. Meðal annars voru gerðar gasmælingar við Grímsvötn ásamt því sem ástand mælitækja á staðnum var kannað. Þá var vefmyndavél uppfærð á Grímsfjalli.

Da8cff4e800bfdc4144a6f973efa812323871abc1e4afd50040807de59e85ba4Þyrla Landhelgisgæslunnar við Grímsvötn.

Frá flugi að Grímsvötnum

Svipmyndir úr fluginu. TF-GRO lendir á Grímsfjalli