Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Vörður kölluð út
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá Neyðarlínunni á
ellefta tímanum í morgun vegna elds í bát sem staddur var úti fyrir Tálknafirði.
Tveir voru um borð í bátnum. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ,
var boðuð út sem og björgunarskipið Vörður frá Patreksfirði. Einnig voru skip í grenndinni beðin um að halda á staðinn. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík
laust eftir klukkan hálf ellefu en skömmu áður var björgunarskipið Vörður komið
á staðinn ásamt öðru skipi. Áhafnir skipanna tveggja hófu björgunaraðgerðir en
mennirnir um borð í bátnum voru heilir á húfi og því var aðstoð þyrlunnar
afturkölluð. Björgunarskipið Vörður dró bátinn til hafnar á Patreksfirði.