Eldur um borð í strandveiðibát

  • Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr klukkan 13:00 í dag tilkynning frá strandveiðibát sem staddur var rétt utan við Siglufjörð um að eldur hefði komið upp í vélarrúmi bátsins. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin sem hélt á staðinn.

Skipverjinn á strandveiðibátnum taldi sig hafa náð að slökkva eldinn en vildi ekki ræsa vél að nýju og því varð úr að Sigurvin dró bátinn til Siglufjarðar og eru þeir að koma til hafnar nú rétt fyrir klukkan 15:00.  Ekkert amar að skipverjanum.